Arg og garg

Að hætta borða nammi er ekkert grín. Síðasta færsla endaði á frásögn af Róberti nokkrum illa og heilsuátaki hans. En ég, ég get ekki hætt að borða nammi, þar sem HANN er alltaf að kaupa það. Niðurstaða: Nammiát er ekki mér að kenna. En mér hefnist hins vegar, aukakílóin vilja ekki fara af maganum á mér (er verulega farin að velta því fyrir mér hvort þar sé annað barn að vaxa og þá nammibarn t.d. stór Nóa kúla eða e-ð slíkt) og andlit mitt er viðurstyggilegt að sjá. Þar hafa of margar bólur tekið sé bólfestu ásamat því að Kolbrá var að merkja mig í dag og risti djúpa sprungu niður allt nefið á mér. Ætlaði svo að fela þetta pent í dag áður en við kíktum í Kringluna en Róbert dó næstum úr hlátri á mér því það var víst e-ð illa gert, einnig kom hann auga á fallega gulrótagræna klessu neðst á buxunum mínum - barnamatur!!! Annars er hann mikið búinn að níðast á mér í Singstar (veit, hefði ALDREI átt að láta hafa mig út í það fyrir það fyrsta) og ekki hefur gengið betur í tölvuleiknum Worms sem er ein mesta snilld sem fundin hefur verið upp. Leikurinn gengur út á það að drepa orma og keppa 2 lið hvort á móti öðru. Mjög næs ef maður þarf að fá útrás fyrir innilokaða spennu. Jæja er að hugsa um að skella mér í bólið og athuga hvort bóluskammirnar fara ekki yfir nótt en eins og lesendur sagnfræðingsins vita þá er karlinnn að fara á aukavakt á 33c "minni deild".... finnst ég alltaf eiga pínu í þeim deildum sem ég hef verið á í verknámi......... eflaust velta lesendur fyrir sér hvort ég hafi nú ekki bara verið inniliggjandi þar .......... hver veit?????

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu elskan mín þú þarft bara minn unaðslega maska á andlitið á þér það hverfa allar bólur og det hele en ekki klór þ.e. eftir Kolbrá sorry en ef þú vilt prófa þá bara koma til tengdó.

tengdó (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 00:47

2 identicon

Æjæj Jóhanna mín. Reyndu að líta á björtu hliðarnar, svo fallegt veður, Kolbrá hin klára og margt fleira. Og skólinn bráðum búinn. Lömbin fara bráðum að fæðast. Komið bara í sveitasæluna og hafið það gott í garðinum.

Guðný systir (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 10:21

3 identicon

Bráðum ferðu nú að hlaupa á eftir kolbrá og þá hrynja kílóin af þér! ;) er haggi?

Sigurveig (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 14:40

4 identicon

hvaða hvaða tvær eða þrjár bólur þú deyrð nú ekki af því mín kæra og ég sá þær ekki einu sinni fyrr en þú bentir á þær. Þú ert með svo fallega húð að þú þarft ekki einu sinni make. Tengdó

tengdó (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 16:16

5 identicon

Ég held bara að þetta sé sá tími ársins... maður vill alltaf vera svaka grannur og flottur yfir sumarið en svo virðist maður bara fitna á vorin!! Ég er ekki sátt!

María (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 15:40

6 identicon

Að fitna er ekki furðulegt nú í prófunum þegar maður þarf að úða í sig nammi til að halda blóðsykrinum uppi og starfsgetu í heilanum. (þetta er léleg afsökun, ek veit). Sem fær mig til að spyrja mig hví ek sé hér, ætlaði að fara á ugluna en villtist. Glíp.

Helga (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband