Fyrsta blogg ársins

Einhver sagði mér að nú væri kominn tími á blogg. Jólin búin og nýtt ár komið. Bara allt að gerast. Vorum ca 4 daga fyrir austan í vellystingum um jólin en eitthvað var ég búin að skrifa um það hjá Kolbrá og læt það bara duga. Um áramótin vorum við hins vegar hér í bænum að vinna en það bara hæst að karl minn bað mig um að giftast sér, sagði mín já og hefur stefnan verið tekin á þann góða mánuð ágúst, nánar tiltekið líklega 18. ágúst. Að vísu erum við eftir að tala við prestinn fyrir austan en planið er að hafa húllum hæið þar og erum við nú farin að gera okkur smá hugmyndir um hvernig þetta á að fara fram, aðalmálið verður nú samt að hafa gaman og ætla ég ekki að tapa mér í einhverjum smámunasemispælingum.... Eftir áramótin byrjaði svo Róbert í nýrri vinnu hérna í Hraunvallaskóla og líkar held ég bara vel, Kolbrá byrjaði líka hjá nýrri dagmömmu en er hætt þar aftur. Okkur leist bara ekki nógu vel á þetta og þar sem ég er á frekar fáum morgunvöktum yfir mánuðinn þá bara ákváðum við að reyna að redda bara pössun þá daga sem þarf frekar en að vera að borga tæplega 40 þúsund fyrir pössun sem þarf bara endrum og sinnum. Vona svo sannarlega að við höfum tekið rétta ákvörðun.... að vísu mun þetta koma niður á ræktarferðunum mínum en baby comes first!!! Þær voru nú hvort eð er ekkert það margar sko!

Man, maður á ekki að láta líða svona langt milli blogga, þá man maður ekki neitt barasta. En helgin nýliðna var voða fín. Á föstudaginn fór ég ásamt Evu og Tótu í bíó á fremur spes mynd eða Stranger than fiction og að henni lokinni skelltum við okkur í smá stelputjatt á kaffihúsin enda allt allt of langt síðan síðast. Á laugardaginn fórum við svo bæði í rætktina, í heimsókn til Óla og Stellu og loks í afmæli hjá Ellu um kvöldið. Á sunnudaginn fórum við svo í sund um morguninn öll saman (fyrsta helgin í langan tíma sem sund er möguleiki, engin veikur og enginn að vinna!!) og Kolbrá skemmti sér hið besta, kafaði og allt þrátt fyrir fimm mánaða sundpásu. Þá fórum við heim aftur, bökuðum amerískar pönnukökur og súkkulaði köku. Spiluðum carcasonne (snilldar spil) og við Kolbrá fórum svo í hitting til Auðuns Andra og Helenu sem ætla að taka dömuna í pössun einhverja daga. Þá fórum við heim aftur og Helga tók dömuna meðan við skelltum okkur loksins á Mýrina. Vorum pínu efins að fara að borga 2400 kall þegar hún kemur á vídeo fljótlega en sáum svo ekkert eftir peningunum því þetta er án efa besta íslenska mynd sem gerð hefur verið. Maður var í alvörunni bara spenntur og svo var hún bara í alla staði vel gerð og vel leikin. 5 stjörnur fyrir Mýrina og 5 stjörnur fyrir helgina.

Plan næstu helgar er þorrablót fyrir austan :) íha.

Jójó ofurbloggari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

About time=)

Já ágúst verður kominn áður en maður veit af, finnst 26. febrúar nálgast mjög hratt Já við Krissi erum búin að taka þennan dag frá, hlökkum ekkert smá til. Þakka fyrir skemmtilega bíóferð og fun girl chat... Kveðja af kvöldvakt, Tótan...

Tóta lill (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 20:47

2 identicon

Og hvað fór hann á skeljarnar eða hvernig fór bónorðið fram en rómó segðu okkur meira frá þessu bónorði. Bíðum spenntar hérna í hrauninu so tell us more. kveðja Tengdó, maría Rós og Elísabet

tengdó (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 22:27

3 identicon

Hmmm.... er ekki eitthvað að með myndina af þér???

Róbert (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 20:58

4 identicon

Jamm, það var æðislegt að hitta ykkur skvísurnar um helgina  Og hafðu engar áhyggjur af ræktinni, það er svo mikil orka í Kolbrá að þú þarft hennar ekki við. Ég vildi bara að skólabækurnar mínar væru jafn aktífar, því nefið á mér hefur ekki farið lengra en meter frá þeim síðan skólinn byrjaði,.... og hvað þá að fara í ræktina!!!!

Eva (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:47

5 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

Aetla bara ad kasta a ykkur kvedju tar sem nettiminn minn er ad renna ut. kaerar kvedjur ad nedan.

Helga Tryggvadóttir, 20.1.2007 kl. 07:56

6 identicon

Hún Kolbrá ykkar var að leika sér í koddunum á meðan Íslendingar burstuðu Frakka.

Guðný (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband