Færsluflokkur: Bloggar
já já plaggið er komið í hús og ég því orðinn fræðingur. Það er afar skrýtið því mér finnst ég enn ekki vita bara neitt, en laugardagurinn var hreint út sagt æðislegur. Það byrjaði allt með veislu hér heima en hentum svo (svona allt að því) gestunum út um hálf fjögur, skelltum okkur í spari spari fötin (kjólinn sem ég keypti fyrr í vikunni - ýkt ánægð með hann) og beina leið í brúðkaup Hanna og Erlu. Það var yndislegt, þau giftu sig í garðinum heima hjá foreldrum hennar, garðurinn, veðrið og stemningin og þau voru æði. Héldum svo í smá kikk til Þórunnar um kvöldið í höll frænku hennar og þaðan á 11 í bænum. Á meðan var Kolbrá fyrir austan. Bærinn í stuttu máli: komum seint heim enda lengi á leiðinni........ og vorum ekki búin að borða neitt coco puffs (taki til sín sem eiga!!!!!!). Gátum leyft okkur að sofa til tólf daginn eftir en þá skutlaðist ég austur að knúsa litlu rófuna sem sagði svo bara mamma þegar ég kom til hennar (talandi um að bræða mann HA). Var þar í 2 daga og þjálfaði rass minn fyrir hestaferð komandi um miðjan júlí, og er hann nú æði aumur eftir að minnsta kosti 7 ferðir (Sproti minn of corse lang bestur sko!) Er farin að hlakka all mikið til enda þótt ég hafi ekki enn fundið út hvernig verður með hana Kolbrá, vil vera bjartsýn og taka hana með en það gæti orðið eitthvað skrautlegt dæmi........ Var svo bara að vinna í dag og í gær en frí um helgina. Vorum að pæla í að kíkja í útilegu en surprise surprise þá er spáð rigningu!!! Spurning að hanga bara heima, þá ekki í átaki enda gengur það ekki BAUN í bala, éta nammi og glápa á imbann, fótbolta eða what ever...... langaði samt að prófa tjaldið sem ég fékk í útskriftargjöf frá tengdó og co.....
"Nokkrar" nýjar myndir af útskriftinni, brúðkaupi og fleira inni á barnalandi hjá Kolbrá.
og spurning dagsins er: Uppáhalds persóna í desperate housewifes og af hverju?
Nighty night, Jójó
Bloggar | 30.6.2006 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ó já kæru lesendur, á morgun er sko stóri dagurinn. Útskriftin langþráða. Ég hef að vísu ákveðið að fórna athöfninni sjálfri enda er ég ég leið í brúðkaup Erlu og Hanna bróður Róberts. Langar að koma því á framfæri vegna ótal fyrirspurna að ég er fullkomlega sátt við þessa ákvörðun og í raun bara fegin að losa við 2-3 tíma nafnakall og handabönd. Eina sem er er að ég veit ekki hvort mér á eftir að finnast þetta jafn raunverulegt en tja, hvað munar að sækja plaggið í næstu viku? ? Að auki höfum við ákveðið að halda smá veislu hér á undan eða kl 13 svo ég er bara mjög sátt við plan dagsins. Búin að vera á fullu síðustu daga. Var að vinna fjóra daga um síðustu helgi þ.e. föstudag til mánudags. Hitti Tælands pæjurnar á kaffihúsi á þriðjudagskvöld og það var mikið slúðrað auðvitað. Fór í klippingu og lit og í sund á miðvikudag enda við bæði í fríi og það gerist nú ekki oft og hvað haldiði bara komin sól. Aukavakt á fimmtudag, hjólaði í og úr vinnu, ungbarnasund að henni lokinni, þá skvass og körfubolti hjá okkur hjúunum, ljós og þá heim í afslöppun og desperate housewives og ég verð að segja að þessir þættir eru snilld, ég lá í krampa yfir þættinum í gær!!! jámm, í dag var svo sólbað, hittum Lauru til að færa henni smá þakklætis vott fyrir hjálpina í vetur og hún dásamaði Kolbrá að vanda :) tókum til hér fyrir veisluna og fórum í æðislegt grillpartý hjá Óla og Stellu .... nammi namm, ég mun sko þurfa á verulegu átaki að halda eftir þessa helgi.
En þá er það upptalið og ég enda þetta á snillldar kommenti frá Róberti um heyskapinn fyrir austan: grasið er of stutt til að klippa það (sem þýðir að það sé of lítið sprottið til að slá það) Hvort skiljið þið svo betur?????
Kveðja Jójó daginn fyrir útskrift sem "fræðingur"
Bloggar | 23.6.2006 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er málið með þetta veður hér á landi? Var fyrir austan núna í 2 daga og í stuttu máli sagt er ég hissa að hafa ekki bara ringt sjálfri mér niður í jörðina. Reif upp eitt stykki girðingu með mömmu og Guðnýju fyrir hádegi í gær og sat svo eftir hádegi og dottaði yfir fótbolta leik á sýn og geyspaði svona 1000 sinnum. Mamma kórónaði svo þunglyndið með því að lesa dagbókarfærslur síðan í fyrra 9. júní - sól, 10 júní gott veður o.s.f.v. að minnsta kosti til 21. júní ef ekki lengur. Væl væl (kannski má samt sólin bíða þangað til eftir helgi..... er nefnilega að vinna hele weekenden)
Geysp, hef ekkert að segja, og því farin að glápa á imbann.
Könnun: Hvort horfið þið frekar á Beverly Hills eða Melrose place í endursýningum á skjá einum eða HM?
Bloggar | 15.6.2006 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jámm ef ég var í aðlögun fyrsta daginn minn í vinnunni þá lauk henni einnig þann dag því dagur 2 einkenndist af lélegri mönnun þar sem deildarstjórinn var einn með mér nýbyrjaðri, 2. árs nema sem hafði unnið í 2 vikur og læknanema á fyrsta degi. En þetta reddaðist auðvitað nema hvað og er þetta bara alveg ágætis djobb svona til skamms tíma að minnsta kosti.
Í gær skelltum við Kolbrá okkur í kvennhlaupið og hittum þar Mæju, Hörpu og Elísabetu. Fórum nú ekki nema 2 km sökum tímaskorts en stefnan hafði verið tekin á kringluna til að hefja leitina löngu að afmælisgjöf handa Ellen sem fagnaði afmæli sínu í gærkveld ásamt nokkrum stúlkukindum þar með talið mér. Tókum nokkur vel valin lög í singstar og ekki get ég nú sagt að ég hafi staðið mig sérlega vel, vann þó cardigans lagið mitt að vanda . Héldum svo downtown á Kofann og Dillon og hittum auðvitað snillingana Bjössa, Ómar og Hjalta. Engin voru nú danssporin tekin þetta skiptið en var ég komin heim í bælið um kl 3. Dagurinn hefur einkennst af þreytu........
Og svo er það hápunktur kvöldsins á eftir.......... síðasti þátturinn af lost verður sýndur í tölvunni svefnherbergi oss kl 23:30. Spennan er svakaleg.
Kossar og knús, ykkar Jójó sem hefur alltaf gaman af góðu kommenti
Bloggar | 11.6.2006 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrsti dagurinn á Hrafnistu að baki. Það má með sanni segja að hann hafi einkennst af pillum, pústum og augndropum!!!!!!!! Ég er sem sagt önnur tveggja hjúkrunarfræðinga, vorum reyndar þrjár þar sem ég átti að vera í aðlögun og vissi EKKI NEITT, við erum að tala um það að annars árs nemarnir vissu miklu meira en ég. En hvað um það. Ég á að sjá um hátt í hundrað manns á hverjum degi og er nú þegar búin að læra heil fimm nöfn þ.e. þekkja fimm manneskjur með nafni. Mér lýst samt alls ekki illa á vinnuna, ég held að ég geti lært margt þarna eins og t.d. stjórnun, ábyrgð og fleira, en þessi svokallaða aðlögun var ekki að gera sig í dag. Ég villtist 1000 sinnum um húsið, fékk engar leiðbeiningar um starfsmannamál, wc eða matarmiða svo eitthvað sé nefnt. Ég þurfti bara næstum að æsa mig til að fá að skrifa matarmiða því gellan sem afgreiðir þá hefur svo miklar áhyggjur af öllum þeim sem byrja að vinna en hætta eftir fyrsta dag, að hún ætlaði aldrei að geta treyst orðum mínum. Frábærar móttökur þar. Jamm óskipulag. Hentar mér kannski ekki voða vel en það verður þá bara challenge hjá mér að koma einhverju skipulagi á þessa óreiðu alla. Vona bara að ég verði fljót að komast inn í hlutina svo að ég þurfi ekki að hengja mig á aðstoð sem ég fæ ekki.
Jæja þarf að fara að glápa á Americas next top model. Hver haldiði svo að vinni það?
Jójó is out
Bloggar | 7.6.2006 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af hverju get ég aldrei bara drullast í rúmið á skikkanlegum tíma? ÞAð er ekki eins og ég geti sofið fram að hádegi .... það virðist bara vera sem puttinn sem stýrir músinni sé fastur við hana eða e-ð svoleiðis sem lætur mig alltaf halda áfram að hanga og gera ekki neitt.
NÚ ER ÉG FARIN!
Bloggar | 2.6.2006 | 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jah sko. Eftir að hafa farið ítarlega yfir uppgjör síðustu mánaða í heimilisbókhaldinu kom það í ljós að ég þarf eiginlega að fara að vinna ef við ætlum ekki að lifa á hrísgrjónum og pasta það sem eftir er. Það er í sjálfu sér ágætt að fara að vinna, mér finnst ég nefnilega ekki hafa haft neitt að gera síðan skólinn kláraðist nema jú auðvitað að elta gemlinginn minn...... En ég sem sagt skellti mér i 2 atvinnuviðtöl í dag og eins og staðan er í málum hjúkrunarfræðinga í dag þá var ég bara ráðin á staðnum á báðum stöðum. Á Hrafnistu í Rvk núna í 2 mánuði í sumar og á Vökudeildinni frá september. Á Hrafnistu er kaupið heldur hærra og ég verð á vistinni sem þýðir hressara fólk en fleira og þar með slatti af ábyrgð. Jafnvel tek ég einhverjar næturvaktir og þá verð ég ein! Takk fyrir. Ég ein, mér sem finnst ég ekki kunna neitt. Kannski er bara málið að henda sér út í djúpu lauginna, hope so. Þar verð ég í 50% vinnu sem ég held að sé bara passlegt til að byrja með, að minnsta kosti meðan við höfum takmarkaða pössun fyrir Kolbrá. Á vökudeildinni verð ég svo í 80% vinnu enda Róbert þá byrjaður í skólanum. Vá ég er ekki að ná þessu, ég er hjúkrunarfræðingur (án skírteinis að vísu eins og er eða til 24. júní) og var kynnt sem slíkt í dag........ ég á sko ekki eftir að geta kynnt mig sem Jóhanna hjúkrunarfræðingur.. þetta á allt eftir að koma bjagað út og ehhh hjúkrunar hvað!
Fórum líka í dag að skoða leikskóla og er Kolbrá nú formlega komin á biðlista á 7 leikskólum. Vonandi gengur það vel.
En annars er nóg um að vera, jarðarför í næstu viku og útskrift þann 24. júní en akkúrat á sama tíma eða klukkan 16:00 er okkur boðið í brúðkaup hjá Hanna og Erlu. Ég veit bara svei mér ekki hvorn atburðinn ég á að vera viðstödd.
Læt þetta gott heita af updeitum héðan enda er ég að leka niður úr þreytu.
kv. Jójó
Bloggar | 29.5.2006 | 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kosningar smosningar: Hvað er málið með þessa flokka í Rvk? ekki möguleiki að finna sér einhvern til að kjósa, spurning um að krota Andabær á seðilinn þ.e.a.s ef maður nennir að druslast á kjörstað......
Veður peður: Hvað er málið með þetta aftaka veður sem er búið að vera ? Ég hélt að sumarið væri komið fyrir 2 vikum,,,,, nehh. Og við sem vorum (eða ég réttara sagt) að fá grill frá mömmu og pabba í útskriftargjöf. Stefnum á að vígja það fljótlega og opnunarhátið fyrir HM með grilli og tilheyrandi Carsbergum. Hafið samband ef þið hafið áhuga!
RAnnsóknardagur......... humm vantar rím. Hann var í gær. Okkur gekk bara ansi vel þótt ég segi sjálf frá, Þórunn las glærurnar af mestu snilld og ég svaraði fyrirspurnum. við vorum fyrstar og það var frábært að geta svo bara notið dagsins það sem eftir var. Missti reyndar af nokkrum áhugaverðum verkefnum þar sem þau voru á svipuðum tíma og við. Svo var dagurinn kórónaður með út að borða á Lækjarbrekkur. 50 mættu úr bekknum og við fengum geggjaðan mat, humar, kjúklingabringu og súkkulaði bombu. Við stöllur vorum hins vegar ansi þreyttar og fórum um níu leytið. Um hálf ellefu kom svo Tóta með sinn ektamann hingað í kotið og var stefnan sett á að klára nú hel*** verkefnið sem við gerðum, við leystum með prýði úr öllum vandamálum með þessarri klassísku setningu: STROKUM ÞETTA BARA ÚT !!!!!!!!! Klukkan að verða 2 í nótt var þessu lokið, og nú er Anna að lesa en á morgun tökum við stefnuna á prentsmiðju H.Í með 140 blaðsíðna lokaverkefni. Loksins. Róbert og Krissi sýndu hins vegar snilldar takta í PS2 á meðan við sátum sveittar við verkefnið.
Alls konar nýtt á barnalandi hjá Kolbrá, myndir, vefdagbókarfærsla og vídjó. Tjék it.
Svo er bara að plana THE SUMMER ........ Ég er laus næstum alltaf, endilega bjallið.
Bæbbs í bili
Bloggar | 25.5.2006 | 22:09 (breytt kl. 22:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hef svo sem ekkert sérstakt að blogga um. Spurning um annað kveld, á að djamma eða ekki djamma, hver vill passa prinsessuna?
Var að koma að austan. Það var næs að vanda. Lokaritgerð enn í vinnslu en .........vonandi ekki mikið lengur, tókum prufutest á kynningunni í dag og gekk glymrandi. Þurfum bara að gera smávægilegar breytingar, og Tóta náttla bara rúllar þessu upp spurning hvort ég fái nokkuð illt í puttann að ýta á takkann til að skipta um glærur eða hvort Anna detti nokkuð á sviðinu í ballett dansinum sem hún ætlar að sýna. Djók þetta reeeedddast og verður bara skrambi fínt held ég.
Takk og bless er lúin eftir leiðréttingasaman dag!
Bloggar | 19.5.2006 | 23:15 (breytt kl. 23:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 14.5.2006 | 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)