Færsluflokkur: Bloggar

Strætó

Jæja loksins er ég nægilega pirruð til að blogga. Hef nefnilega verið afar glöð og hamingjusöm í allt sumar.

Var á 12 tíma vakt í dag sem er ekki frásögum færandi nema fyrir það að ég þarf að taka strætó heim klukkan átta. En þetta nýja leiðakerfi er gjörsamlega vonlaust að skilja. Bíð óhemjulengi úti á stoppustöð og reyni að átta mig á því, kemst að því með herkjum hvaða leið á að taka en get engan vegin fundið út hvað er langt í hann eða hve lengi hann er á leiðinni. Þarf að skipta sem þurfti ekki áður. Það er tíu mínútna bið í Kópavogi og Hafnarfirði, til hvers, svo bílstjórinn komist í smók? Á sunnudögum gengur strætó á klukkutíma fresti. Stuð að rétt missa af vagninum og þurfa að bíða "bara" í klukkutíma. Og um helgar og á kvöldin get verð ég að ná strætó frá Reykjavík til Hafnarfjarðar ekki seinna en 23.25 því annars kemst ég bara hálfa leið þ.e bara niður í Fjörð en ekki hingað út í nowhere og vaktin mín er búin klukkan 23.30!!!! Maður veit aldrei hvert hvaða númer fer 1-2-3-4-5, allir fara þeir jú eitthvert en reyni maður að spyrja hvert fær maður svarið: Do you speak english? Og ekki má nú gleyma því að hvert far kostar 300 kall. BARA. Og þeir gefa sko ekki til baka.

En hey, það er hægt að fá BLAÐIÐ í vagninum og even better, maður má taka með sér kaffið á morgnanna. Eins gott að leggja þá nógu helvíti snemma af staða því með öllum "pásunum" á leiðinni tekur þessi annars ágæt leið skrambi langan tíma. Þvílík þjónusta, sko eru þeir hissa að þeir séu alltaf á kúpunni. Ég gæti ábyggilega rekið fyrirtækið betur en þessir lúðar og hananú!


7.8.2007

Jæja í gær byrjaði ég í sumarfríi og í dag eru bara 11 dagar í brúðkaupið, stressstressstress.......

Jeminn einasti, svona á Ísland að vera!

Síðasta færsla var 29. júní. Síðan þá hefur verið sól upp á hvern einasta dag nema minnst í dag enda var spáð skúrum í dag (sem ég reyndar varð ekki vör við). Við erum því búin að flatmaga í grasagarðinum og skoða dýrin og hænurnar í húsdýragarðinum en Guðný var með nokkrar slíkar til sýnis. Einnig erum við búin að stunda sundlaugarnar stíft og Kolbrá svoleiðis dýrkar rennibrautina að maður það virkilega að passa að hún hlaupi bara ekki upp stigann sjálf og stingi sér niður, það þarf svo varla að taka það fram að maður gjörsamlega dregur hana upp úr lauginni. Við erum líka öll orðin frekar brún og hún er orðin mjög útitekin í framan (samt alveg hvít undir toppinum, bara skondið). Eitthvað smávegis er ég búin að vinna eða 3 vaktir í síðustu viku og 3 í þessarri. En Róbert var í kærkomnu vikufríi en svei mér svo held ég að hann vinni svo bara allan júlímánuð.

En jæja eitthvað gerðum við fleira. Fórum t.d. í 2 daga tjaldferðalag upp í Húsafell sem var virkilega skemmtilegt. FAllegt veður og fallegur staður. Skemmtileg sundlaug og leiktæki fyrir börn. Fórum einnig að Surtshelli (eða Róbert sko, ég beið með Kolbrá í bílnum) og að Barnafossi og Hraunfossum. Allt mjög fallegir staðir og gaman að skoða Íslandið í góðu veðri. Næturnar voru svona lala. Dáldið kalt og ansi lítð pláss fyrir 3 kroppa á einni vindsæng en vorum að reyna að halda á okkur hita. Einn kroppurinn þar af mjög plássfrekur. En sá kroppur var látinn sofa í hlýrri peysu og með húfu bara eins og í vagninum að vori til og hafði það svona líka fínt. Ég svaf hins vegar í flísnáttfötum, lopapeysu og ullarsokkum og var þá svona ágæt. Vantaði líklega húfuna.

S.S pistill vikunnar einkennist af flandri enda líður tíminn á milljón. Íbúðin hefur t.d. ekki verið skúruð í 2 mánuði en Róbert tók sig samt til í dag og ryksugaði og gekk frá svona 10 vélum af þvotti. Húrra fyrir því Smile

Jæja nóg röfl í bili. Góða nótt.

Og já, Helga (minn kærasti kommentari) þín bíður boðskort hér heima á eldhúsborðinu okkar, fannst ekki taka því að fara að senda það yfir hálfan heiminn......


Æðislegur dagur

Það eru bara ár og aldir síðan ég hef upplifað svona gott veður hér á Fróni eins og var í dag. Glamandi sól allan heila daginn og blankalogn. Við tókum daginn snemm þökk sé Kolbrá sem hefur líklega fundið á sér að veðrið væri svona gott og vaknaði 2 tímum fyrr en vanalega eða klukkan sjö. Við vorum því komin niður í sundlaug um hálf níu og vorum rúma tvo tíma held ég. Fórum að sjálfsögðu all nokkrar ferðir í rennibrautinni og frökenin vildi helst renna sér alveg sjálf, alveg glatað að renna með mömmu sinni eða pabba (sérlega pabba því hann rann svo hægt - hehe). Þá fórum við heim og sóttum nesti og ýmist dót og héldum í grasagarðinn þar sem við eyddum restinni af deginum. Okkur hlotnaðist svo félagsskapur Óla, Stellu og stelpnanna seinni partinn. Og þar var sko steik! Við Kolbrá héldum svo heim en drengurinn fór í vinnupartý. Og á morgun er stefnan tekin á innflutningspartý hja Maríu vinkonu og þar skal sko djammað..... alveg heilir 3 mánuðir síðan síðast. Við vorum samt að pæla í að leggja land undir fót um helgina en frestum því trúlega. Erum aldrei slíku vant í 4 daga fríi BÆÐI (gerist ALDREI) en kannski förum við bara á sunnudag e-ð stutt ef spáin er góð. Vitum samt ekkert hvert sko......

Annars er bara bílinn ok núna. Siggi snillingur lagaði hann en kertin reyndust vera á floti í vatni þar sem þeir höfðu víst láti hann standa húddlausan ansi lengi, ásamt því að þeir löguðu bara annað ljósið. Við fórum því með hann í kvartferð og þeir kipptu ljósinu í lag, þverneituðu auðvitað fyrir allar nýju rispurnar á honum en svo sem lítið hægt að gera í því og eins gott að vélin var bara ekki ónýt.

Svo er náttúruleg gifsið farið fyrir viku. Ég mætti galvösk í vinnuna daginn eftir enda mikið farin að sakna hennar en puttinn er svona dálítið stífur ennþá og aðeins aumur en er samt allur að koma til.

Boðskortin fyrir brúðkaup eru farin úr húsi eftir mikið stress og vesen með myndir. Þannig að ef þið hafið ekki fengið kort ennþá er það annað hvort rétt ókomið eða þá að þið eruð bara alls ekki boðin..... HEHEHE. Og einnig ef það eru einhverjar spurningar varðandi gistingu, klæðnað eða að rata þá getið þið bara haft samband hér eða við okkur beint.

Jæja vona að við fáum fleiri svona góða daga í sumar því þeir gera manni svo mikið gott. En ég held að spáin fyrir helgina sé svona ágæt a.m.k. ekki rigning Tounge

Og já takk fyrir öll kommentin við síðustu færslu Devil

 


Bíldruslan

Hér kemur svo sagan af bílnum sem var að koma úr viðgerð. Nú er ágætt að nota bloggið til að fá útrás fyrir reiðina!!!!!

Bílinn var s.s í lagningu af því að ég ók aftan á þarna í maí eins og glöggir lesendur muna eflaust. Við fórum með hann 20. maí og það átti að taka 2-3 daga að gera við hann. Við sóttum hann í gær og látum okkur sjá, þá var 15. júní. Vorum þá búin að hringja trilljón sinnum og reka á eftir og alltaf stóð þetta fast á einhverjum varahlut sem þurfti að bíða eftir frá toyota og panta þar að auki fá útlöndum (ég er nú ekki alveg að gleypa þessa sögu alla en gott og vel). Og jújú við þurftum að borga alla sjálfsábyrgðina sem var um nítíu þúsund krónur. Jæja loksins eftir allan þennan tíma máttum við sækja blessaðan bílinn. Hann gat alls ekki sagt okkur hvenær þeir lokuðu verkstæðinu svo við máttum bara gjörasvo vel og mæta ASAP..... til að kóróna þessa æðislegu þjónustu bætir karlinn við svona í síðasta símtalinu; " og já við erum ekki með posa né heldur svona gamaldags sleða fyrir kreditkort" ......kræst. Nú voru góð ráð dýr. Loksins tókst að redda þessu í bankanum. En ég þarf varla að taka það fram að mín var orðin æði pirruð þegar hér var komið sögu. Jæja mætum svo á verkstæðið og þar er gaur sem veit bara gjörsamlega ekki neit, ekki hvar lykillinn að bílnum var, ekki hvað við áttum að borga mikið né hvernig ætti að gera kvittun. Ég var næstum því orðin frussandi af reiði og pirringi. Loksins hefst þetta allt. Tek það fram að á meðan var amma heima að passa Kolbrá og var mjög tímabundin. Jæja við keyrum að stað. Á fyrstu gatnamótum drepur nýviðgerði bílinn á sér! Róbert nær að láta hann renna niður í næstu götu og fer strax á verkstæðið og fær gaur með sér  að kíkja á kaggann. þeir komast að því að hann var bensínlaus. Veit ekki hvernig það gerðist en bensín var alla vega á honum þegar hann fór í viðgerðina. Við sækjum bensín og setjum á bílinn. Hann fer af stað og er fínn í fyrsta gír en um leið og átti að skipta gekk hann eins og versti traktor og drap loks á sér. Ég hringi í Sigga frænda bílagúrú sem er að fara í sumarbústað. Við ákveðum að fara með hann aftur á verkstæðið en á leiðinni þangað er hann ljómandi fínn svo við teljum að hann sé nú búinn að jafna sig á bensínleysinu og allt í gúddí. Í gærkvöldi ætlar svo Róbert á honum í vinnuna. Á fimmta hringtorgi deyr hann og ætlar aldei að fara í gang aftur. Það tekst svo að lokum en brælan og óhljóðin úr honum voru rosaleg. S.s bílinn fer er í viðgerð ökufær en kemur til baka óökufær og líklega bara búinn að bræða úr sér miðað við okkar heppni!!! Algjörlega óþolandi og þjónustan þarna fyrir neðan allar hellur. Hefðum betur beðið lengur eftir viðgerð hjá toyota eins og var upphaflega planið. Alla vega verkstæðið heitir Bílablabla Bliki og er í Kópavogi. Bara svona svo aðrir slysist ekki til að fara með dýrmætan bílinn sinn í viðgerð þar.

Og hananúDevil


Ferðasagan

Ég var að setja myndir af ferðinni góðu á síðuna hjá Kolbrá, ég held ég skelli svo bara afriti af textanum sem ég skrifaði hingað inn enda nenni ég alls ekki að skrifa ferðasöguna aftur. Njótið vel.

Á morgun (nenni því alls ekki núna) stefni ég á að blogga um bílavesenið okkar, bíðið spennt Devil

Ferðin heppnaðist afar vel. Við þurftum að vakna klukkan rúmlega þrjú um nóttu þegar haldið var út en það gekk ljómandi vel. Aukin þreyta var samt að færast yfir mannskapinn um sex leytið eða um það leyti sem vélin átti að leggja af stað. Sökum bilana í færibandi í Leifsstöð varð þó töf þar á. En þökk sé pabbanum sem tókst af harðfylgi að grípa tvær skyrdollur áður en hann hljóp út í vél auk rúsína, cheerios svo ekki sé nú minnst á Lion King, þá gekk ferðin vel. Daman sofnaði um níuleytið og tók sér rúmlega klukkutíma lúr. (óþarflega nákvæm lýsing ef til vill?) Að fluginu loknu tók við 2 tíma rútuferð. Hún var svolítið strembin eða svona krefjandi. Hótelíbúðirnar voru fínar, en Kolbrá vildi sko ekki fyrir sitt litla líf sofa í þessu fína barnarúmi sem henni hafði verið útvegað heldur bara sofa í mömmu og pabba rúmi og helst bara alls ekki sofna. Enda var mín í útlöndum og MAÐUR SEFUR HELST EKKI Í ÚTLÖNDUM. Ein sem er svolítið aktíf eins og pabbi sinn og vill helst alltaf vera að gera eitthvað. Svo var annað mál en það var AÐ MAÐUR BORÐAR EKKI Í ÚTLÖNDUM.  Þar voru hún og pabbi hennar hins vegar á öndverðum meiði en hann vildi helst alltaf vera að borða. Helst þá dobble king (sem er ís) en Kolbrá reyndist merkilegt nokk vera sammála því (með fylgjandi subberíi....).  Hún borðaði sem sagt mjög lítið, vildi helst pulsur or pizzu en lét sig þó alltaf hafa að borða eina skál af hafragraut á hverjum morgni sem mamman hin útsjónarsama hafði með að heiman. En gaman var í útlandinu og Kolbrá sagði svo ansi oft VÁ OG ÚFF. Óteljandi gönguferðir voru farnar niður í miðbæinn, ætíð með kerruna góðu sem oftar en ekki kom klyfjuð til baka úr þessum ferðum (samt versluðum við ekki svo mikið, skil þetta ekki, þurftum ekki einu sinni að kaupa tösku úti). Stóri róló var líka mikið stundaður, míní golfið var fjör (fatlaða konan vann sko þ.e. sú puttabrotna í gifsinu!!!), ströndin og sandurinn skemmtilegur þegar henni var hætt að finnast hann ógeðslegur að ganga á og þegar hún hafði fengið fötu að moka í, sjórinn (eða baðið) var líka eftirsóttur. Amma hennar og pabbi fóru í sundferð og allir stungu sér í brimsaltann sjóinn nema sú fatlaða. Farið var í hálfsdags rútferð að skoða týpísk Króatísk sveitaþorp sem var mjög gaman og Kolbrá var bara þæg, svaf tvær rútuleiðir af fjórum og sá marga fugla og ketti.  Þá var gerð sigling til Feneyja (2 og hálfur tími hvora leið). Þar var mikil rigning, flestir urðu gegnblautir nema prinsessan sem sat þurrum fótum í kerrunni góðu meðan burðarmenn hennar báru hana yfir hverja brúnna á fætur annarri uns hún datt út af. Dúfurnar voru grandskoðaðar á Markúsartorginu og þeim gefið tonn af fóðri einkum af Guðnýju en einnig Kolbrá. Þá fékk daman að valsa um meðan gamla liðið skellti sér í útsýnisturninn og Markúsarkirkjuna. Létum þó eiga sig að sigla á gondóla enda veðrið fúlt. Þó sigldi fram hjá okkur hópur asíubúa sem tóku trilljón myndir af okkur Kolbrá, pínku spes. Svo fórum við til baka gegnum grand canal á taxi bát sem var fínt. Enginn varð sjóveikur. Kolbrá harðneitaði að sofa á leiðinni heim og var algjörlea úrvinda, sem og aðrir fjölskyldumeðlimir. Næsta dag var slappað af á ströndinni þangað til það kom þrumuveður um miðjan dag. Veðrið var sem sagt upp og ofan allan tímann en fínt inn á milli. Hitinn var um 23-25 gráður sem var í sjálfu sér fínt fyrir Kolbrá og þær brenndu (Guðný og amman aðallega ásamt reyndar pabbanum og afanum .... eða með öðrum orðum alla nema mig!!!!!). Takk fyrir og góða nótt.

 


Króatía í nótt

Jæja þá leggjum við í hann í nótt, flug klukkan sex, núll núll Shocking og Kolbrá Kara ekki ennþá sofnuð......Hef ekki hugmynd um hvort við erumbúin að pakka öllu og reikna með töluverðu stressi í nótt. Erum alla vega komin með nóg af rúsínum og cheeriosi fyri dömuna! Veðurspáin er heldur skrýtin, þrumuveður fyrsta daginn og svo gæti verið töluvert af skúrum. Hvernig á maður að pakka niður í sólarferð með þessa vitneskju, taka með sér pollagallann??? Tja vonum það besta Tounge

Jæja hafið það gott í góða veðrinu hér heima eða hvar svo sem þið eruð stödd.....

Tjá, Jójó


Gifs eða gips?

Bara að láta vita; enn í gifsi og verð það til 21. júní. Í dag var skipt um gifs því hitt var orðið allt of vítt og ég þurfti nánast að halda því á. Ég er úrvinda eftir daginn og frekar þreytt og svona í hendinni en ætti alls ekki að vera að kvarta (og því síður blogga) því í dag lést ung kona (ásta lovísa - blogghetja þjóðarinnr) eftir erfiða baráttu við krabbamein. Guð veri með henni!

Amen


ó mig auma!

Já ég virðist vera e-ð sérlega óheppin þessa dagana því nú er ég PUTTABROTIN og í gifsi á vinstri hendinni. Fékk spýtu í hendina sem guðný systir kraftakerling var að kasta úr kerru, vildi ekki betur til en hún sá ekki að ég væri komin þar að. Svo ég fór á slysó á sunnudaginn, eyddi þar dágóðum tíma og labbaði út með puttann út í loftið eins og ég sé að reyna að húkka far, verð þannig í nokkrar vikur býst ég við (vona samt styttri tíma auðvitað) en má teljast heppin að þurfa ekki aðgerð til að gera við brotið. Beinið fór víst alveg í sundur á vondum stað og ef ekki hefði verið fyrir skinn hefði hann barasta dottið af!!! Ég er núna fyrir austan og verð u.þ.b viku en er ég sný aftur til bæjarins mun Hr. Róbertó þurfa að skipta á barninu evry time ásamt því að sjá um vinnu fyrir heimilið og sjá um heimilið....hehe. En það er nú ekki eins og þetta sé neinn heimsendir. Það hefði getað verið verra!

Get bara ekki orða bundist...

Hér ríkir almennt þunglyndi eftir sorgleg úrslit gærdagsins. Ríkisstjórn skandala heldur velli og það með minnsta mögulegum meirihluta. Hvernig má þetta geta gerst? Stjórnin er meira og minna fallin í alla nótt en svo undir morgun breytist e-ð og tatata engu verður breytt næstu fjögur árin eða svo. Ég var ansi bjartsýn þegar ég fór að sofa en vaknaði við ja nánast bara martröð þegar Róbert tilkynnti mér úrslitin í morgun. Til hvers er maður eiginlega að kjósa? Fylgishrun framsóknar og formenn og ráðherrar þeirra meira og minni úti af Alþingi og þeir bara jújú við getum svo sem alveg eins haldið áfram í stjórn fyrst Geir félagi vill halda sambandinu áfram. Geir með öll tromp á hendi (minnir mig á það, langar alveg ferlega í félagsvist... en best að halda áfram röflinu) og segir svo bara hey, framsókn þið fáið 2 ráðherra, við fáum rest, er það ekki bara díll?

Svo er náttúrulega hinn skandallinn sem átti sér stað í gær blessuð eurovison keppnin. Sú Vestur Evrópuþjóð sem náði hve bestum árangri var Lettland og erum við að tala um 16 sæti (að vísu Grikkland og Ungverjaland e-ð aðeins ofar en þau eru nú alveg á mörkum austur og vestu)! Þetta er náttúrulega bara ekki fyndið sko, t.d að Úkraína með þvílíkan viðbjóð er í öðru sæti. Skömm. En Serbía vann víst og ég get ekki fyrir nokkra muni rifjað upp hvernig lagið þeirra var. Eini ljósi punkturinn við keppnina var veðmál okkar vinanna en ég hafði rétt fyrir mér með 8 af 10 löndum (þ.e. topp tíu) meðan Róbert hafði bara 4 rétt. Hvernig fór með ykkar hin? Endilega setjið úrslitin hingað inn, ef þið þorið Crying

En mikið djöfull gerir þetta drasl mann pirraðan Devil ég er sko alveg fjúríus.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband