Vonandi þó ekki í neinu prófi heldur í nammibindindinu mínu sem hefur staðið alla vikuna. En nú var ég að enda við að stúta einu pipp súkkulaði og ummmmmm hvað það var gott
Fékk annars þessa snilld í tölvupósti frá Tótu áðan:
Þetta stóð í greininni:
"Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á".
Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki
klárað....
Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af
hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf
af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri
friður er alveg að virka.... Endilega sendu þetta áfram á þá sem þú
heldur að þurfi á innri frið að halda..........
Nennti ekki að senda þetta áfram í e-maili en datt í hug að þeir sem þurfa á innri frið að halda lesi hvort eð er bloggið mitt. Annars eru bara allir að fara out of town þessa helgi og mér líður dáldið eins og palla..... sem var einn í heiminum..... oh well.
Í lokin koma spurningar:
1) Hvað á maður af sér að gera þegar maður þarf ekki að læra? (lokaverkefnið í yfirlestri og við að bora í nef á meðan!)
2) Hvað finnst ykkur svo um Eurovision komandi? Silvíu á leið út og uppákomuna á Essó? OG að hún megi ekki blóta?
3) Á að djamma á eurovision kveldið?
Endilega svara nú! Þar sem mér leiðist einni heima þá hef ég ekkert betra að gera en kíkja á komment mín 1000 x á dag.
Bloggar | 12.5.2006 | 16:04 (breytt kl. 16:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ohh þetta yndislega veður, hve ég elska það mikið. Það er svo frábært að geta bara hoppað út á bolnum og inniskóm, held samt að Kolbrá kunni ekki alveg að meta það að minnsta kosti vildi hún ekki sofa mjög mikið í dag........Æ já ég hef fátt að segja. Best að vinda sér í dekkjaskiptingar eigi síðar en á morgun til að sleppa við sekt. Svo var einkennileg frétt í kvöld á rúv um einhverja fiskihausa eða guð má vita hvað þetta var. En yfirlit síðustu daga hljóðar svo: Keypt 1 stk hjól, afmælisdinner tengdó á Ruby Tuesday á sunnudagskvöld, höfðum á farið í Hfj að skoða 3 íbúðir um daginn, ágústbarnahittingur í gær, lokavekefnisvinna og sólbað í dag. Sólbað á morgun og hinn - djók - veit ekkert með veður og því síður með verkefnið...... en ég held það sé að skríða saman.
Spurning bloggsins: Á að kaupa 4 herbergja íbúð í Hfj fyrir 21,5 millur (eða minna ef tilboð), .... flott íbúð sko, örugglega hægt að sjá myndir á http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=197068#lanareiknir - Engjaivellir 5b ! hvað er best að gera markaðslega séð? bíð spennt eftir kommentum um þetta mál.
Bloggar | 9.5.2006 | 22:41 (breytt kl. 22:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að hætta borða nammi er ekkert grín. Síðasta færsla endaði á frásögn af Róberti nokkrum illa og heilsuátaki hans. En ég, ég get ekki hætt að borða nammi, þar sem HANN er alltaf að kaupa það. Niðurstaða: Nammiát er ekki mér að kenna. En mér hefnist hins vegar, aukakílóin vilja ekki fara af maganum á mér (er verulega farin að velta því fyrir mér hvort þar sé annað barn að vaxa og þá nammibarn t.d. stór Nóa kúla eða e-ð slíkt) og andlit mitt er viðurstyggilegt að sjá. Þar hafa of margar bólur tekið sé bólfestu ásamat því að Kolbrá var að merkja mig í dag og risti djúpa sprungu niður allt nefið á mér. Ætlaði svo að fela þetta pent í dag áður en við kíktum í Kringluna en Róbert dó næstum úr hlátri á mér því það var víst e-ð illa gert, einnig kom hann auga á fallega gulrótagræna klessu neðst á buxunum mínum - barnamatur!!! Annars er hann mikið búinn að níðast á mér í Singstar (veit, hefði ALDREI átt að láta hafa mig út í það fyrir það fyrsta) og ekki hefur gengið betur í tölvuleiknum Worms sem er ein mesta snilld sem fundin hefur verið upp. Leikurinn gengur út á það að drepa orma og keppa 2 lið hvort á móti öðru. Mjög næs ef maður þarf að fá útrás fyrir innilokaða spennu. Jæja er að hugsa um að skella mér í bólið og athuga hvort bóluskammirnar fara ekki yfir nótt en eins og lesendur sagnfræðingsins vita þá er karlinnn að fara á aukavakt á 33c "minni deild".... finnst ég alltaf eiga pínu í þeim deildum sem ég hef verið á í verknámi......... eflaust velta lesendur fyrir sér hvort ég hafi nú ekki bara verið inniliggjandi þar .......... hver veit?????
Góða nótt
Bloggar | 6.5.2006 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já. Hvar á ég að byrja? Keypti mér glingur í dag í tilefni þess að ég náði prófinu í stjórnun (að vísu áður en ég fékk einkunnina en ......). Fékk bara mun betri einkunn en ég bjóst við eða 7,5 eins og í fyrri stjórnunar áfanganum. Glingrið er hálsfesti, hárband, spöng og eyrnalokkar en þetta er síðasta tilraun eyrnalokka í bili og ef hún gengur ekki þarf ég að láta gróa fyrir götin og fá ný Bara vesen, og svo var ég að lesa um konu sem lét lokka í 3 mánaða gamla dóttur sína. Nei glætan að Kolbrá fái strax eyrnalokka ef það yrði jafn mikið vesen og vont og hjá mér.
Ahm, bara í lokin af því að Kolbrá er orðin óþolinmóð þá verð ég að koma með athugasemdir á "átakið" hans Róberts, ég hélt að það fælist í að borða minni óhollustu og meira grænmeti en hann fór í búð í gær og keypti: Gos, vínarbrauð og snakk. Svo fékk hann sér æði-bita yfir Housewifes í gær og sagði að hann yrði að klára það sem til væri af óhollustu áður en hann gæti byrjað. .... af hverju var hann þá að kaupa meira?????
Bloggar | 5.5.2006 | 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja nú er verkefnið að skríða saman og orðið 100 bls hvorki meira né minna......Ætli það sé ekki bara allt of mikið? Jæks. Vorum ansi duglegar í dag svo ég segi sjálf frá, vorum í skólanum til fjögur og komum þá hingað heim því Róbert fór á 4. aukavaktina á rúmri viku. Kolbrá var ansi dugleg að tæta greinar úr öldrun og festi sig svo undir stól Hvað get ég sagt? Hún er mesta dúllan, farin að skríða og allt.
Jámms svo poppaði ég áðan, svona gamaldags í potti, fékk nefnilega æði fyrir því hjá Evu á laugardaginn þegar við gellurnar tókum smá tjútt, enginn er bjór á popps segi ég bara. Jámm og horfði á Americas Next Top Model. Alltaf jafn gaman og alltaf jafn mikið væl í þeim og píkuskrækir. Af hverju horfi ég aftur á þessa þætti? Remind me.........
Ok dok, verið þæg lömbin mín og muna svo...... keppni í gangi (p.s Helga þú stendur þig veeeeelllllll :) )
Bloggar | 3.5.2006 | 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1) Hvernig haldiði að ég taki mig út með permanent???? Svara hreinskilnislega takk. Er með total ógeð á hárinu á mér.
2) Rás 2 er nett stöð.
Bloggar | 2.5.2006 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Meiri letin í gangi, lagði mig í morgun með Kolbrá og ætlaði bara rétt að blunda en nei sváfum báðar í 2 tíma og 20 mín! Eins gott að koma sér að efninu þegar hún fer næst að sofa en ég er að rembast við að leiðrétta og betrumbæta niðurstöðukaflann í loka...... En reyndar var ég að læra í gærkvöldi og er búin að þvo 5 þvottavélar í dag svo kannski er ég ekkert svo löt Jamm hún er sem sagt búin að næla sér í kvefið hans pabba síns en er sem betur fer öll að koma til og þess vegna hefur hún þurft að sofa inni síðustu daga, það getur verið maus en hefur gengið sæmilega.
Svo er bara Alþingi að ræða sömu mál og lokaverkefnið snýst um, kannski verðum við frægar bara? Who knows.
Jæja, nóg í bili. En er komin í bloggkeppni við sagnfræðinginn svo ég verð að fá komment til að vinna. Er nokkuð annars vesen að kommenta hér?
Bloggar | 2.5.2006 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
já já í dag er geggjað veður úti, hvað ættum við Kolbrá að bauka eiginlega?
Fórum út að borða í vikunni á Austur-Indíafélagið og það var sko nammmmmi. Geðveikur matur, ég var sko södd lengi lengi, svo var þetta alveg slatti sterkt og hreinsaði stíflaðan nebba Róberts ansi vel. Fórum líka í bíó á The Hills have eyes og hún var ansi svona ógeðsleg en alveg alltí læ afþreying að mínu mati.
Jámm alveg tóm hér, nema mamma og pabbi voru að koma frá Barcelona og það sem mann langaði út þegar þau voru að segja ferðasöguna. Verðum að fara að skrapa saman aurum og borga ferðina til Búlgaríu áður en ferðaskrifstofan hækkar verðið upp úr öllu valdi.
Og að lokum www.sagnfraedingurinn.blog.is Kallinn bara orðinn sjálfstæður!!!!!!
Sumar og sólarkveðja
Jójó
Bloggar | 28.4.2006 | 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
TATATA. Hér er ég komin aftur. Eldhress enda að klára prófin í dag Jáhá það gekk nú bara okok í dag já já hef tilfinningu fyrir ágætis einkunn í barna sem er nú ekki alveg það sama og ég get sagt um hjúkrunarstjórnun en það próf var bara suddalegt. Krossar snúnir mjög og ritgerðirnar í því bara bullllllll. En nóg um próf, búin með þau ÖLL og skála í einum ( eða tveimur) Lite í kveld í tilefni þess, ein, var alltof þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut enda búin að lesa og lesa í meira en tvær vikur, orðin gjörsamlega gegnsýrð í hausnum og tók svo íbúðina í gegn í dag eftir prófið þ.e.a.s. allt nema skúra. Kolbrá var sérlega dugleg að "hjálpa" mér með því að henda cheeriosi á góflið EFTIR að ég ryksugaði. Æ já hún er krútt, greyjið búin að sjá lítið af mömmu sinni síðustu daga. En nú er bara að kíla á lokaverkefnið og þá bara útskrift 24. júní. Takk. Þetta er sko heldur betur búið að vera fljótt að líða. Skrýtið eins og ég hlakka til að fara að vinna á vökudeildinni í haust þá er ég ekki viss um að ég myndi velja þetta fag ef ég væri að byrja í skóla núna..... En kannski fer maður bara aftur í skóla seinna og lærir meira...... (hehe ein sem var að klára próftörn dauðans). NEi ég held mig við þetta og vonandi er þetta bara gaman, að minnsta kosti mikil áskorun. Hvað er þetta, er bjórinn að stíga mér til höfuðs?????
Í sól og sumaryl næstu daga er þaggi?
Bless, sólskinsstelpan
Bloggar | 24.4.2006 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Halló halló
Lýst vel á þessa síðu, held að hún eigi eftir að reynast mér mun betur en sú gamla. Annars er ég bara búin að fá 2 taugaáföll síðan á mánudaginn (já miðvikudagur í dag en svona er þetta) prófin alveg að fara með mig núna. Líka síðustu prófin og svona. Svo er kallinn bara farinn í partý, hvað er málið með það? Ekki verið að sýna manni prófasamstöðu NEI NEI og mér tilkynnt um partýið nákvæmlega 40 mínútum áður fyrir áætlaða brottför - já það má segja að ég sé svolítið pirruð og alheimur má sko alveg vita það. En ég ætla bara að fara snemma í rúmið til að reyna að komast hjá taugaáfalli nr 3 á morgun. Stefnan tekin á Eirberg í fyrramálið og orkuna má ekki vanta.
Jójó (eða var það Bridget?) á barmi taugaáfalls
Bloggar | 12.4.2006 | 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)