Photos

Jah.

Myndir úr afmælisveislunni góðu: http://www.picturetrail.com/pottormar

NÚ ER ÉG FARIN ÚT Saklaus


Afmæli og margt margt fleira

JÆJA Skömmustulegur

Partýið hófst um klukkan sex síðasta föstudag. Við grilluðum, drukkum, borðuðum og sungum í singstar. Þetta var rosa stuð, ég fékk margar fallegar gjafir s.s. inneign í Kringluna, pils, hálsfesti, tösku, dót a la Eva, bók, blóm o.fl. en áður hafði ég fengið ferðatösku og daginn eftir í þynnkunni færði mamma mér indislega sæng, ferðahandbók og loks gaf Róbert mér ýmis krem, DVD mynd og cd. Allt frábærar gjafir og ég þakka kærlega fyrir mig. vona að ég sé ekki að gleyma neinu. En áfram með partýið. Fórum svo í bæinn þegar ég var orðin það léleg í singstar sökum ölvunar að ég gat ekki lengur lesið textann.... og Eva var farin að einoka ÖLL lögin hehe. Má samt ekki gleyma frábærri frammistöðu Helgu í Paint it black. við erum að tala um að þokkalega slá Ryan úr rock star við hvað varðar sviðsframkomu. Jæja í bæinn héldum við. Fórum á cultura og dönsuðum eins og brjálæðingar. Ég, Helga og Eva skiptumst á að biðja um óskalög svo við nánast réðum alveg mjúsíkinni þarna inni. Höfðum svo upp á Róberti eitthvað um fimmleytið og fengum okkur þá dýrindis pizzu áður en haldið var heim á leið. Daginn eftir vil ég ekki tala um og ég held enginn af þeim sem með mér voru. Fórum bara austur að ná í snúlluna og jamm... hefði viljað stoppa nokkrum sinnum á leiðinni jahh bara til að æla....... en svo jafnaði ég mig, fékk geggjaðan grillaðan humar hjá mömmu og brunað í bæinn aftur til að .... hvað haldiði? Til að vinna. Keypti stóra súkkulaðitertu í bakarí og fór með í vinnuna og það bjargaði sko restinni af deginum. Halelúja.

Fleira hefur nú verið bardúsað í vikunni. Stofnaður var hjúkkusaumaklúbbur og var sá fyrsti heima hjá mér, lítið var nú saumað heldur horft á rock star og borðað. En næst verður sko saumað.

Kaffihús á fimmtudagskvöld þar sem María tvíburi var boðin velkomin heim á klakann. Það var auðvitað bara gaman.

Nauthólsvík og öndunum gefið á fimmtudaginn. Kolbrá mjög spennt yfir sandinum. Bara krúttlegt.

Búin á Hrafnistu. Byrja þann 7.sept á vökudeildinni. Hlakka mjög til en auðvitað verður þetta pínu strembið til að byrja með, en það lærist allt held ég. Kolbrá byrjar þann 6.sept hjá dagmömmunni og Róbert 6. sept í skólanum. Það er allt í gangi sko.....

Ennnn aðalmálið núna er BÚLGARÍA. Förum eftir 3 daga, er orðin verulega spennt en kvíði svolítið fyrir fluginu sem tekur meira en 5 tíma. Fórum í fyrradag í sprautur á heilsugæslustöðinni og je minn. Það er bara eins og ég hafi verið barin illilega. Öll fjólublá undan sprautunum sem by the way voru 3.... Kolbrá litla fékk svo eina en hún stóð sig eins og hetja :) en já á morgun verður bara þvegið og pakkað og hinn daginn pakkað meira.

Róbert er kominn í gifs á hægri hendinni. Jájá, hann fór í skvass og tókst að slasa sig þannig að það er ekki ljóst hvort hann er brotinn eður ei. Svo hann þarf að vera í gifsi í viku (þangað til  á mánudag) og þá fer hann aftur í röntgen. Ekkert smá fatlaður svona, hann þykist ekki einu sinni getað skipta á Kolbrá.... hehe sá fær margfaldan skiptiskammt þegar gifsið verður tekið. Annars er ég að reyna að vera dugleg að fara í ræktina, fór held ég 3 x í þessarri viku og seinustu og finn strax mun á þolinu. Núna get ég t.d. hlaupið 4 km án þess að barasta deyja.

En nú er þetta held ég bara nóg komið. Færsla þessi var pikkuð í boði Dell fartölvu sem Róbert bara birtist hér heima með einn daginn. Voðalega fallegtur gripur og þægilegur og allt í "boði" tölvukaupaláns Glitnis.... (bara hinn fasti auglýsingaliður hér á ferð). Og fyrst ég er byrjuð í þeim pakkanum þá vorum við í Latabæjarhlaupi Glitnis í dag og Kolbrá er bara orðin gangandi auglýsing fyrir bankann. Komust reyndar afar hægt yfir sökum mikils mannfjölda og vorum held ég einar 50 mínútur að skrölta 1,5 km. Létum þetta svo gott heita af menningaratburðum, fórum reyndar upp í Hallgrímskirjkuturn á leiðinni heim en ætlum að grilla hér í kvöld og horfa svo bara á DVD.

Nú er nóg komið. Farin, yfir og ÚT. 


Kolbrá farin austur :(

 

Sniff. Kolbrá er farin austur og ég sakna hennar svvvvoooo mikið! Það er nefnilega planið hjá mér að halda upp á afmælið mitt (eins og líklega flestir vita nú orðið) svo næturpössun var bara málið, en þar sem við höfum næstum engan tíma á morgun til að skutla henni fór hún núna í dag með mömmu sem var hvort eð er að koma í bæinn. En GUÐ hvað ég sakna hennar, mér leiðist óendanlega, Róbert líka að vinna, ég búin að taka maraþon æfingu áðan, hjólaði bæinn á enda - svona næstum og æfa þvílíkt - eða svona miðað við mig - hljóp m.a.s. í heilar 19 mínútur án þess að hægja á mér! Svo ætlaði ég bara að reyna að fá einhvern til að gera eitthvað með mér en NEIBB (og taktu þetta til þín Eva, enginn nennti að hitta mig) Róbert kom með þá snilldar kenningu mér til mikillar gleði að þar sem ég væri nú að fara að halda upp á afmælið mitt á morgun og þá myndu allir hitta mig, þá mætti fólk sko ekki klára viku (eða mánaðar ef út í það er farið) skammtinn sinn af mér, great........ Svo ég eyddi bara enn einu kveldinu við það sama, þ.a.e.s. hangandi á netinu. Get a life Jójó...........

 Alla vega, rakst á þennan snilldar texta áðan:

"Heaven"

You don't need no friends
get back your faith again
you have the power to believe
another dissident
take back your evidence
it has no power to deceive

I'll believe it when I see it, for myself

I don't need no one to tell me about heaven
I look at my daughter, and I believe.
I don't need no proof when it comes to God and truth
I can see the sunset and I perceive

I sit with them all night
everything they say is right
but in the morning they were wrong
I'll be right by your side
come hell or water high
down any road you choose to roam

I'll believe it when I see it for myself

I don't need no one to tell me about heaven
I look at my daughter, and I believe.
I don't need no proof when it comes to God and truth
I can see the sunset and I perceive, yeah

darling, I believe, Oh Lord
sometimes it's hard to breathe, Lord
at the bottom of the sea, yeah yeah

I'll believe it when I see it for myself

I don't need no one to tell me about heaven
I look at my daughter, and I believe.
I don't need no proof when it comes to God and truth
I can see the sunset and I perceive

I don't need no one to tell me about heaven
I look at my daughter, and I believe.
I don't need no proof when it comes to God and truth
I can see the sunset
I can see the sunset
I can see the sunset
I don't need no one
Ohhhh
I don't need no one
I don't need no one
I don't need no one
To tell me about heaven
I believe
I believe it, yeah


Síðasta vikaa

Byrjum á byrjuninni. Tjaldferðin gekk ljómandi vel. Vorum að  vísu bara eina nótt en veðrið á laugardaginn var fínt, sól og mýflugur að reyna að kála okkur. Á sunnudaginn fór að rigna um leið og við fórum að taka saman tjaldið (hversu týpískt) svo við drifum okkur á Selfoss og fórum í sund þar í innilauginni. Á laugardaginn kíktum við í fjársjóðsleikinn, fundum nú ekki fjársjóðinn en fengum gefins 4 bíómiða á pirates of the carebbian og ég get ekki beðið eftir að fara á hana. Kolbrá var líka alveg að fíla tjaldið, vildi helst ekkert sofna mjög snemma, það var svo gaman að hnoðast þar inni.  

Jah, svo komu bara heilir 2 sólardagar í vikunni, ég var að sjálfsögðu að vinna annan daginn, drifum okkur þó í sund um 6 leytið þ.e. ég og Kolbrá. Jáhm, svo var bara gert við bílinn og æ man ekki meir. Jújú, erum alveg að nýta útsölurnar í botn, erum búin að kaupa nokkrar jólagjafir og afmælisgjafir (hehe nú vita allir að þeir fá bara útsöludót frá okkur - djók) m.a. fyrir Kolbrá sætu sem er alveg að verða eins árs. Keyptum líka 3 skópör barna á 500 kall hvert en svona skór kosta alveg upp undir 3-5 þúsund kr venjulega. Sem sagt gerðum snilldarkaup, segi ekki meira.

Fórum í gær í bíó, erum sko búin að endurheima barnapíu numero uno...... Alla vega, fórum á Silent Hill. Ég held ég geti bara með  sanni sagt að þetta sé ógeðslegasta mynd sem ég hef séð á ævinni og róbert var nokkuð sammála og hefur hann séð þær margar ógeðslegar. Ég gat nú ekki horft á allt og sögurþráðurinn var svona pínu flókinn en samt alls ekki slæm mynd.

Svo er ég farin að  æfa af krafti. Fór í gær með Evu og í morgun ein. Næsta plan er að taka Kolbrá með og láta hana testa barnagæsluna. Er heldur ekki búin að borða nammi í gær og í dag, þó svo að ég hafi farið í bíó og eigi karamellur inni í skáp sem kalla á mig.........

Svo er verið að suða í mér að halda áfram einhverja daga á Hrafnistu. Róbert sagði nei, en ég veit ekki, get alveg nota peningana sko. Hann mælti einhver háfleyg orð um að ég væri vinnualki......... skil ekki svona lagað. Hvað finnst ykkur? Set að gamni inni eina könnun um þetta mál held ég bara.

Og svo er það helgin: Mikið er ég svakaleg fegin að vera ekki í Eyjum núna, ég verð bara að segja það. Það er ekki að freista mín að vera föst á einhverri eyju í stormi og veseni. Nei ég hef það bara fínt, ein heima að blogga á föstudagskvöldi verslunarmannahelgar. Poppa bara og svona. Vinna á morgun og sunnudag. Þá förum við austur og fögnum afmæli með mömmu, beint í bæinn aftur á mánudagsmorgun og mætum svo bæði á kvöldvakt um kvöldið.

Næsta vika: Helga verður fastagestur hér á heimili, það er allt í góðu, hún hefur hvort eð er ekkert að gera segir hún sjálf :) en svo fer daman austur á fimmtudag/föstudag þar sem ég ætla að bjóða nokkrum útvöldum í grill a la Jójó og ef til vill smá rauðvínsdreitil nú ellegar bjórsopa. Svo bara vinna, vinna, vinna og tata Búlgaría eftir 18 daga. I can´t wait.

 Jæja, meira blaðrið, enginn nennir ábyggilega að lesa þetta, en svarið að minnsta kosti vinnualkakönnuninni.

 


Jey

Ég var beðin að auglýsa það að hann RÓBERT minn er búinn að blogga (ekki merkilegt þó, en skoðanakönnun og getraun, svaka spennó), linkur www.sagnfraedingurinn.blog.is

Og svei mér, við höfum loksins ákveðið að fara í reynsluferð með tjaldið, stefnan er tekin annað hvort á Þingvelli eða Úlfljótsvatn þar sem fjársjóðsleikur BT fer fram. Við erum að sjálfsögðu leikjasjúk og verðum að spreyta okkur á glæstum vinningum. Ehh voðalega er þetta eitthvað auglýsingakennt blogg núna.....

En best að klára pakka, bæjó.


Ómöguleg

Æ Æ. Ég er eitthvað svo ómöguleg núna, nenni engu, ekki einu sinni að fá mér að borða. OG það gerist næstum ALDREI. Á að mæta í vinnu eftir 2 tíma og finnst ég því ekki hafa tíma til að gera neitt en svo margt sem bíður. Hér er t.d. allt í skít og drullu sem ég nenni alls ekki að þrífa svo gæti verið sneddí að skella sér í sturtu meðan ólátabelgurinn sefur en nenni því heldur ekki. Hangi bara á netinu að væflast eða glápi á imbann, alls ekki vön svona löguðu. Kannski vantar bara sólina, veit ekki. Róbert farinn að æfa, mig langar líka að æfa og vera grönn en surprise: NENNI því ekki.

Kolbrá var líka eitthvað ómöguleg áðan og matartímarnir eru aftur orðnir eitthvað djók, ég náttúrulega með það á heilanum að hún borði ekki nóg, drekki ekki nóg og þyngist alls ekki nóg. Ef manni tekst nú orðið að setja bitana upp í hana þá tekur hún þá jafnóðum út aftur alveg ótuggða, peli er alveg úti (prófaði hann í gær, hélt kannski að hann væri e-ð sport, nei bara að bíta í túttuna og hella niður er sport), hafragraut má með mikilli lagni þræla í hana, vatn er orðinn viðbjóður, mauk vill hún yfirleitt ekki sjá, ma.a.s cheerios er ekki lengur eftirsótt og dóti (sem oft hefur fangað athyglina) er jafnóðum skutlað um stofuna með tilheyrandi látum og sofandi (eða vakandi öllu heldur) pabbinn fær engan svefnfrið. En halelúja að næturvaktirnar séu næstum búnar, er svo sannarleg komin með gubbuna af þeim. Ekkert hægt að gera hér á morgnanna nema læðast um og passa að hún sé ekki með læti. Og við ekki búin að hittast að ráði í marga daga. Hnuss. Enda er ég í þann veginn að fara að leita að dagmömmu, gangi henni vel að gefa dömunni að borða ! Segi nú bara ekki annað.

En best að reyna að hressa sig við og að minnsta kosti skella sér í sturtu. Ætlum svo kannski í útilegu um helgina, veit ekkert hvert eða hvenær. Fer bara allt eftir veðri. Svo eru alls konar afmælisplön í gangi enda ég, mamma og Kolbrá með afmæli í ágúst og allt stórafmæli. Kolbrá eins árs (eftir mánuð, jesús, fannst hún vera að fæðast í gær), mamma 50 ára og ég tvenntý fæf. Er meira að segja að hugsa um að halda upp á það svona til tilbreytingar, en það er allt í vinnslu.

Svei mér ef ég er ekki bara minna ómöguleg núna en áðan ..... en plís sendið mér kveðju.


Ferðasagan

ER ekki rétt að koma með smá ferðasögu af þessarri frábæru ferð? Jújú ef ég nenni að pikka hana inn..........lets seeeee.

Dagur 1: Fórum af stað á hádegi á laugardegi. Veður: Ólýsanlega viðbjóðsleg rigning, hef aldrei og mun aldrei að öllum líkindum upplifa annað eins. Klæðnaður: Ekki við hæfis slíkrar rigningar og ég því blaut inn að beini. Hestar járnaðir þann dag: 4, meðan beðið var í skjóli hests ef heppni var. Hestar: Sproti og Máni. Minnstu munaði að Sproti dytti ofan í miðri á sem var ansi djúp sökum rigningarinnar. Heppni að svo fór ekki. Komum svo í kofann er nefnist Helgaskáli um 20. Þar biðu róbert, kolbrá og trússararnir með heita kjötsúpu, kakó + beilís (man engan veginn hvernig það er skrifað). Skriðum þreytt í svefnpokann um 23 og sváfum svona lala enda kolbrá á hliðinni á mér í ca 20 cm plássi en því er hún ekki vön.

Dagur 2: Veður: Mun betra en skúrir framan af. Klæðnaður: Var að öllu leyti (nema nærum) í lánsfatnaði og því betur búin og stígvélin klikka ekki skal ég segja ykkur! Hestar: Hrefna, Andvari og Máni. Hestar járnaðir: Enginn, þvílíkur munur. Komum í skála er nefnist Leppistungur um 19 og fengum við svínakjét þann daginn. Nóttin var svipuð.

Samin vísa: djö.... búin að gleyma henni.... Hjálp Helga........put it in da komment system þegar þú sért þetta.

Dagur 3: Besti dagur til útreiða. Veður: Gott, fór m.a.s. ekki í regngalla. En sem betur fer sáralítil fluga sem getur svo sannarlega gert fólki lífið leitt eins og Guðný fékk að prófa. Klæðnaður: Algjörlega við hæfi ;) Hestar: Sproti (bara góður) og Sunna. Þennan dag var ekki riðið nema um 4 tíma sem var bara passlegt. Enduðum þann daginn í Kerlingarfjöllum í heitum potti sem reyndar lak....

Dagur 4: Átti að heita hvíldardagur en svo reyndist ekki vera. vorum drifin í geðsjúka fjallgöngu eftir hádegi upp á 1350 m hátt fjall er Mænir heitir. Ég ætla ekki að lýsa lofthræðslunni, horfði bara 30 cm fram fyrir mig en leit hvorki upp né niður undir lokin og skreið á toppinn. En var 3. upp takið eftir því! Mamma var þó hálfu verri.... en niðurferðin var GEÐVEIK: renndum okkur á úlpunum langleiðina niður og adrenalín kikkið: ÓLÝSANLEGT. Magnificent eins og gaurarnir í Rockstar lýstu Magna. Komum til baka í kofann eftir 3 og 1/2 tíma göngu og fórum beint í pottinn, í þetta skiptið með bjór og svo beið nýgrillað læri þegar við komum til baka. Bara næs.

Samdar tvær vísur, man þær ekki heldur svo kalla ég aftur á Helgu..............

Kolbrá stóð sig eins og hetja allan tímann, hélt uppi fjörinu oft á tíðum, svaf bara mesta furða vel á milli okkar, drakk og borðaði vel og allt í orden. Nældi sér reyndar í kvef hjá afa sínum er sá að mestu um pössun meðan á fjallgöngu stóð og örlítinn hita er heim kom, en er nú að verða góð.

Svona hljóðar stutta útgáfan.

Bless og góða nótt.


Hestaferðin

Þá er komið að því, leggjum af stað í hestaferðina á morgun, verðum í 4 nætur þ.e.a.s ég, róbert og Kolbrá en restin verður í 4 nætur í viðbót. Komum til baka fimmtudaginn 20.júlí og fer ég beint á kvöldvakt. Það er spáð rigningu meira og minna allan tímann, JE. En þetta verður bara gaman.

Tilkynningaskyldan: Tölvan er komin í lag og síminn líka.


Á morgun.....

..... verður vonandi sól

..... fer ég í partý með ágústmömmum, væntanlega stuð þar!!

..... leggst talvan inn til yfirhalningar er formatting nefnist og vírushreinsunar, enda tími til kominn.

Og athugið, heimasíminn er bilaður en ég er að sjálfsögðu með gsm símann sko!


Rain rain rain

Hvenær bloggaði ég nú síðast? Humm föstudag, síðan þá höfum við hangið inni vegna ENDALAUSRAR rigningar og verið að vinna Fýldur. Great þvílíkt sumar! í alvöru ég meina það, hvað er eiginlega málið????? og af hverju í andsk*** fluttum við ekki út núna í sumar? Hættum sem sagt við útileguna en horfðum á sjónvarpið í staðinn um helgina. Síðan þá höfum við bæði verið að vinna, ég á morgunvöktum en Róbert á kvöldin... vei vei.

Var að kaupa mér skó fyrir inneign sem ég fékk í útskriftargjöf og fattaði þegar ég kom heim að þetta er 5. brúna skóparið mitt (þ.e. ef ég tel inniskóna mína með). Spurning að fara að velja aðra litasamsetningu.... En annars er ég að deyja úr verslunarþrá, bara vantar svo pening núna... æjh. Best að reyna að meika það þangað til í Búlgaríu. Við erum sem sagt búin að ákveða að fara en of korse fara extra varlega innan um síguna og mafíósa......

Jæja börnin góð, næst mun ég henda í ykkur skemmtilegum punktum um barnauppeldi sem ég rakst á um daginn..... bíðið spennt.

Bæjó


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband